Erlent

Eldar brenna á Frönsku Riveriunni

Eldar loguðu víða á Frönsku Riveriunni í dag.
Eldar loguðu víða á Frönsku Riveriunni í dag.
Eldur braust út á Frönsku Riveriunni í dag og þurftu fjöldamargir ferðamenn að yfirgefa aðsetur sín vegna þeirra. Eldurinn braust út á bílastæði nærri Antibes og breiddist út meðfram hraðbrautinni. Tvö hundruð manns börðust við eldinn og einnig voru notaðar tvær þyrlur til verksins. Nokkur fjöldi fólks þurfti að flýja heimili sín vegna þessa.

 

 

Einnig brutust út eldar á tveimur stöðum við ána Var. Þar þurftu eitt þúsund manns að yfirgefa sex tjaldstæði og nálæg heimili. Yfir þrjú hundruð slökkviliðsmenn börðust við eldana og þrjátíu kílómetra kafla af hraðbrautinni var lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×