Erlent

Giuliani vel settur fjárhagslega

McCain stendur Giuliani langt að baki í fjáröflun.
McCain stendur Giuliani langt að baki í fjáröflun. Mynd/ AFP

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur aflað mest fjár allra frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Giuliani hefur safnað 17 milljónum dala sem samsvarar ríflega einum milljarði íslenskra króna síðastliðna þrjá mánuði, að sögn talsmanna framboðs hans.

Giulliani hefur þá skotist töluvert framúr helsta mótherja sínum, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra í Massahussetts. Romney er samt ekki á flæðskeri staddur því hann hefur halað inn upphæð sem samsvarar 870 milljónum króna frá því í apríl. Þingmaðurinn John McCain er hins vegar farinn að spýta í lófana því að á sama tíma hefur hann einungis safnað litlum 124 milljónum íslenskra króna.

Þrátt fyrir að þessar tölur kunni að virðast háar má segja að repúblikanar séu hálfdrættingar á við frambjóðendur demókrataflokksins því öldungadeildarþingmaðurinn Barak Obama safnaði tveimur milljörðum íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum, eða um þrjú hundruð milljónum meira en Hillary Clinton, sem er hans helsti mótherji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×