Erlent

Dani sýknaður af ákæru um manndrápstilraun

Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn MYND/365

Hinn 27 ára gamli Jonatan Falk var í dag sýknaður af manndrápstilraun fyrir að hafa ýtt Haraldi Sigurðssyni (26) fyrir lest á Nørreport lestarstöðinni Kaupmannahöfn. Atvikið átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Falk var þó fundinn sekur um að hafa komið Haraldi í mikla lífshættu. Refsing hans verður ákveðin síðar í dag.

Haraldur og Falk sem báðir eru heimilislausir höfðu lentu í orðaskaki á brautarpallinum sem endaði með því að Falk hrinti Haraldi út á lestarteinana. Stuttu síðar keyrði lest á 50-60 kílómetra hraða yfir hann en Haraldur komst af með minniháttar meiðsl. Hann sagði í samtali við Extra blaðið eftir atvikið að áfengisvíman hafi orðið til þess að hann hafi ekki getað lyft höfðinu og því bjargast.

Falk rauk út í leigubíl eftir atvikið og bar leigubílstjórinn vitni um það að hann hafi óskað þess að Haraldur myndi deyja. Falk var í felum í nokkra daga en gaf sig síðan fram við lögreglu. Hann hefur verið í viðtölum hjá sálfræðingi eftir atvikið og iðrast nú gerða sinna, að því er Extra bladet greinir frá.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×