Erlent

Fatahreinsun sýknuð af þriggja milljarða skaðabótum

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Bandarískur dómari tapaði í dag máli sem hann höfðaði gegn eigendum þvottahúss í Washington vegna buxna sem týndust í hreinsun en komu síðar í leitirnar. Fatahreinsunin var sýknuð af rúmlega þriggja milljarða króna skaðabótakröfu. Ákæran var byggð á slagorði hreinsunarinnar sem sagðist tryggja ánægju viðskiptavina.

Roy Pearsson dómari fór fram á rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna í skaðabætur þar sem hann þyrfti að leigja bílaleigubíl næstu tíu ár svo hann gæti farið í aðra hreinsun.

Málið hefur vakið upp spurningar um endurbætur á bandaríska réttarkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×