Erlent

Brown tekur við Verkamannaflokknum af Blair

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Gordon Brown tekur við leiðtogahlutverki Verkamannaflokksins í Bretlandi af Tony Blair í dag. Brown verður þó ekki forsætisráðherra fyrr en á miðvikudag. Leiðtogaskiptin fara fram á aukaflokksfundi í Manchester. Þá verður einnig tilkynnt niðurstaða í varaformannskjöri, en sex manns tóku þátt í því.

Brown verður sjálfkrafa forsætisráðherra þegar Blair lætur af því embætti næstkomandi miðvikudag.

Brown er 56 ára og hefur beðið í 13 ár eftir að verða leiðtogi flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×