Erlent

Fjörutíu og fimm staðir mögulega á UNESCO listann

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna er nú á fundi á Nýja Sjálandi til að ákveða hvaða byggingar, eða svæði, eigi að bætast á söguminjalista Unesco. Um fjörutíu og fimm staðir keppa um að komast á listann.

Meðal þeirra eru óperuhúsið í Sydney, Corfu eyja í Grikklandi og Bordeaux í Frakklandi. Nefndin mun einnig ákveða hvaða sögufrægu staðir eru í hættu vegna stríðs, ágangs ferðamanna, vanrækslu eða of mikillar uppbyggingar.

Á hættulistanum eru meðal annars Tower of London, Galapagos eyjar, Dresden í Þýskalandi og Inkaborgin Machu Picchu í Perú. Umhverfissinnar vilja einnig bæta Everest fjalli á listann. Þá mun nefndin taka ákvörðun um umdeildan uppgröft Ísraela við Al Aqsa moskuna í Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×