Arsenal staðfestir brottför Henry til Barcelona 23. júní 2007 13:32 Thierry Henry er á leið til liðs við félaga sinn Ronaldinho hjá Barcelona þar sem þeir munu verða partur af einhverri óárennilegustu framlínu sögunnar AFP Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tilkynnti formlega í morgun að það hefði náð samkomulagi við spænska stórveldið Barcelona um sölu á framherjanum Thierry Henry. Talið er að kaupverðið sé um 16 milljónir punda og mun sá franski líklega skrifa undir fjögurra ára samning við Barca á mánudaginn ef hann lýkur læknisskoðun. Henry staðfesti brottför sína frá Arsenal í samtali við The Sun í dag þar sem henn segir að brottför David Dein og yfirvofandi brottför Arsene Wenger knattspyrnustjóra hafi orðið til þess að hann ákvað að breyta til - 29 ára að aldri. "Arsene hefur verið partur af mínu lífi síðan ég man eftir mér en hann hefur enn ekki fengist til að framlengja samning sinn við Arsenal lengur en út næsta ár. Ég virði þá ákvörðun hans en þá yrði ég orðinn 31 árs gamall og ég er ekki tilbúinn að taka áhættuna á því að vera hér þegar bæði Wenger og Dein eru farnir," sagði Henry og bætti við að það væri erfitt að fara frá Arsenal. "Þetta er mín ákvörðun frá a til ö og enginn hafði áhrif á það að ég vildi fara með beinum hætti. Mér fannst ég verða að breyta til núna," sagði hann og bætti við að sér hefði staðið til boða að fara til annara liða - en Barcelona hafi lokkað sig til sín. "Barcelona er frábært félag með mikla hefð og spilar frábæra knattspyrnu. Ég er viss um að ég á eftir að verða hamingjusamur þar, en ég á líka eftir að sakna stuðningsmanna Arsenal gríðarlega. Þeir munu alltaf verða í hjarta mínu og hafa stutt við bakið á mér í gegn um sætt og súrt. Ég mun því alltaf eiga sérstakt samband við Arsenal," sagði Henry. Talsmaður Arsenal og fyrrum fyrirliði liðsins, Frank McLintock, sagði eðlilegt að Henry byggði ákvörðun sína að nokkru leiti á framtíð Arsene Wenger, en sagðist ekki kaupa það að brottför David Dein hefði áhrif á að Henry væri að fara. "Ég hef aldrei heyrt svona tal áður og ég skil ekki að maður í stjórn félagsins á að hafa áhrif á það hvernig knattspyrnumaður stendur sig," sagði hann. "Hann er hinsvegar líklega besti leikmaður sem spilað hefur fyrir félagið og gaf okkur 5-6 frábær ár, svo hans verður saknað og hann á skilið að fara með góðu." Henry hóf feril sinn sem vængmaður með Mónakó árið 1994 undir stjórn Arsene Wenger og var í heimsmeistaraliði Frakka árið 1998. Hann gekk í raðir Juventus það ár en náði sér aldrei á strik á Ítalíu. Ferill hans komst hinsvegar fljótt á rétta braut eftir að hann gekk til liðs við lið Wengers hjá Arsenal þar sem hann hefur tvímannalaust verið einn allra besti knattspyrnumaður heims síðustu ár. Hann vann tvo deildarmeistaratitla með Arsenal, þrjá bikartitla og fleytti liðinu í úrslit Evrópukeppni félagsliða árið 2000 og Meistaradeildarinnar árið 2006. Hann varð fyrsti Arsenal-maðurinn til að skora yfir 200 mörk í febrúar árið 2006 og skoraði 226 mörk í 364 leikjum fyrir félagið. Hann hefur fjórum sinnum orðið markakóngur á Englandi og hefur tvisvar verið kjörinn leikmaður ársins á Englandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar eftirminnilegar myndir af Henry af glæsilegum ferli með Arsenal. AFPNordicPhotos/GettyImagesNordicPhotos/GettyImagesNordicPhotos/GettyImagesNordicPhotos/GettyImages Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tilkynnti formlega í morgun að það hefði náð samkomulagi við spænska stórveldið Barcelona um sölu á framherjanum Thierry Henry. Talið er að kaupverðið sé um 16 milljónir punda og mun sá franski líklega skrifa undir fjögurra ára samning við Barca á mánudaginn ef hann lýkur læknisskoðun. Henry staðfesti brottför sína frá Arsenal í samtali við The Sun í dag þar sem henn segir að brottför David Dein og yfirvofandi brottför Arsene Wenger knattspyrnustjóra hafi orðið til þess að hann ákvað að breyta til - 29 ára að aldri. "Arsene hefur verið partur af mínu lífi síðan ég man eftir mér en hann hefur enn ekki fengist til að framlengja samning sinn við Arsenal lengur en út næsta ár. Ég virði þá ákvörðun hans en þá yrði ég orðinn 31 árs gamall og ég er ekki tilbúinn að taka áhættuna á því að vera hér þegar bæði Wenger og Dein eru farnir," sagði Henry og bætti við að það væri erfitt að fara frá Arsenal. "Þetta er mín ákvörðun frá a til ö og enginn hafði áhrif á það að ég vildi fara með beinum hætti. Mér fannst ég verða að breyta til núna," sagði hann og bætti við að sér hefði staðið til boða að fara til annara liða - en Barcelona hafi lokkað sig til sín. "Barcelona er frábært félag með mikla hefð og spilar frábæra knattspyrnu. Ég er viss um að ég á eftir að verða hamingjusamur þar, en ég á líka eftir að sakna stuðningsmanna Arsenal gríðarlega. Þeir munu alltaf verða í hjarta mínu og hafa stutt við bakið á mér í gegn um sætt og súrt. Ég mun því alltaf eiga sérstakt samband við Arsenal," sagði Henry. Talsmaður Arsenal og fyrrum fyrirliði liðsins, Frank McLintock, sagði eðlilegt að Henry byggði ákvörðun sína að nokkru leiti á framtíð Arsene Wenger, en sagðist ekki kaupa það að brottför David Dein hefði áhrif á að Henry væri að fara. "Ég hef aldrei heyrt svona tal áður og ég skil ekki að maður í stjórn félagsins á að hafa áhrif á það hvernig knattspyrnumaður stendur sig," sagði hann. "Hann er hinsvegar líklega besti leikmaður sem spilað hefur fyrir félagið og gaf okkur 5-6 frábær ár, svo hans verður saknað og hann á skilið að fara með góðu." Henry hóf feril sinn sem vængmaður með Mónakó árið 1994 undir stjórn Arsene Wenger og var í heimsmeistaraliði Frakka árið 1998. Hann gekk í raðir Juventus það ár en náði sér aldrei á strik á Ítalíu. Ferill hans komst hinsvegar fljótt á rétta braut eftir að hann gekk til liðs við lið Wengers hjá Arsenal þar sem hann hefur tvímannalaust verið einn allra besti knattspyrnumaður heims síðustu ár. Hann vann tvo deildarmeistaratitla með Arsenal, þrjá bikartitla og fleytti liðinu í úrslit Evrópukeppni félagsliða árið 2000 og Meistaradeildarinnar árið 2006. Hann varð fyrsti Arsenal-maðurinn til að skora yfir 200 mörk í febrúar árið 2006 og skoraði 226 mörk í 364 leikjum fyrir félagið. Hann hefur fjórum sinnum orðið markakóngur á Englandi og hefur tvisvar verið kjörinn leikmaður ársins á Englandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar eftirminnilegar myndir af Henry af glæsilegum ferli með Arsenal. AFPNordicPhotos/GettyImagesNordicPhotos/GettyImagesNordicPhotos/GettyImagesNordicPhotos/GettyImages
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira