Erlent

Forseti Afghanistan fordæmir árásir Nató og Bandaríkjamanna

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Mynd/ AP
Mynd/ AP

Meira en 90 óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan í aðgerðum Nató og Bandaríkjamanna síðustu daga. Forseti landsins fordæmir aðferðir þeirra og segir þá stuðla að dauða almennings. Fleiri óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan á þessu ári af völdum bandalagsins, en af völdum uppeisnarmanna.

Heimildarmenn NATO segja að hermenn þess og Bandaríkjanna hafi gert gagnárásir á afganskar sveitir í gær eftir að talíbanar ógnuðu og skutu á bandarískar flugvélar.

Hamid Karzai forseti Afghanistan fordæmdi aðgerðir Nató og Bandaríkjamanna í dag og sagði mikinn skort á samvinnu við yfirvöld í landinu.

Pakistanski herinn tilkynnti í dag að eldflaug hefði lent innan pakistönsku landamæranna, á húsi óbreyttra borgara og banað níu manns. Þar fyrir utan hefðu fjölmargir óbreyttir borgarar særst.

Talsmaður Bandaríkjahers sagði að ef herinn hefði skotið vopnum innan landamæra Pakistan hefði það verið óviljaverk. Árásum hefði ekki verið beint gegn pakistönskum borgurum.

Nató hefur farið fram á rannsókn á framkvæmd loftárásar í Afghanistan sem kostaði 25 almenna borgara lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×