Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. maí 2007 14:33 Pakistanskir friðargæsluliðar í Kongó. Ekki eru sömu friðargæsluliðarnir nú og árið 2005. MYND/AFP Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað. Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað.
Erlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira