Enski boltinn

Shearer: Ekki kaupa Bellamy

NordicPhotos/GettyImages

Alan Shearer hefur gefið Sam Allardyce knattspyrnustjóra Newcastle heilræði og hefur skorað á hann að reyna ekki að kaupa framherjann Craig Bellamy aftur til félagsins. Shearer segir tíma til kominn að menn fari að horfa á staðreyndir þegar kemur að hinum skapheita framherja.

"Er enginn búinn að læra sína lexíu varðandi Bellamy? Ef Rafa Benitez hefði bara hringt í mig á sínum tíma og beðið mig um mitt álit á honum - hefði ég sagt honum mína meiningu undir eins. Ég var í fríi í Frakklandi með konunni minni og nokkrum félögum þegar ég tók upp blaðið og sá að Bellamy var orðaður við Newcastle. Ég þurfti að fá mér annan drykk eftir að ég las þetta og ég vona svo sannarlega að ekkert sé til í þessu," sagði Shearer, sem var einn þeirra sem lenti í átökum við Bellamy á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×