Enski boltinn

McCabe bjartsýnn

Aron Örn Þórararinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, segir málið gegn West Ham gangi vel. Fyrsti dagurinn fyrir úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar hefur gert hann mjög bjartsýnan og er hann viss um að Sheffield United verði í úrvalsdeildinni að ári.

Stjórn Sheffield United vill að úrvalsdeildin breyti úrskurði sínum að dæma West Ham aðeins til að borga sekt fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Carlos Tevez. McCabe vill að stig verði dregin af félaginu.

„Þetta hefur verið erfiður dagur. Á morgun munum við leggja fram fleiri sönnunargögn. Þetta snýst um að breyta upprunalega dómnum," sagði McCabe við Sky fréttastofuna.

Aðspurður sagði McCabe að Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, myndi bera vitni í málinu, en Parry hefur þegar lagt fram gögn til stuðnings Sheffield United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×