Enski boltinn

West Ham hafnar tilboði í Harewood

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Nordichotos/GettyImages

West Ham hefur hafnað 3,5 milljón punda boði Birmingham í framherjann Marlon Harewood. West Ham er talið vilja fá 5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er eftirsóttur af öðrum liðum í úrvalsdeildinni.

Birmingham vill ekki borga þessa upphæð fyrir Harewood en þeir eru líka áhugasamir um varnarmann West Ham, Paul Konchesky.

Harewood átti stóran þátt í að koma West Ham í úrvalsdeildina fyrir tveimur árum og skoraði þá 16 mörk. En á síðasta tímabili færðist hann aftar í goggunarröðina og talið er að hann muni yfirgefa félagið í sumar.

Fulham, Portsmouth og Wigan eru einnig talin vera á eftir leikmannininum. Harewood skoraði fjögur mörk á síðasta tímabili fyrir West Ham.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×