Enski boltinn

Allardyce ósáttur við tafir í máli Joey Barton

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er orðinn gramur yfir því hve illa gengur að ná 5,5 milljón punda kaupum félagsins á Joey Barton í gegn. Deilur standa yfir milli Newcastle og Manchester City vegna 300,000 punda klásúlu í samningi leikmannsins.

Samningurinn sagði að ef Barton yrði seldur frá City án þess að fara formlega fram á sölu, ætti hann rétt á þessari greiðslu. City er ekki tilbúið að greiða þessa upphæð og segir að það hafi alls ekki gert honum að fara frá félaginu. Sam Allardyce er mjög ósáttur við þetta. "Þeir eru hér í algjörum órétti og ég á ekki til orð yfir þessu. Við verðum að leysa þetta mál í hvelli. Það er undir leikmanninum sjálfum komið að leysa málið og ég vona að hann klári það fyrr en seinna því hann getur ekki skrifað undir eitt eða neitt fyrr en hann gerir það," sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×