Enski boltinn

Roy Keane ætlar að kaupa Scholes

AFP ImageForum

Roy Keane er greinilega hrifinn af fyrrverandi liðsfélugum sínum í Manchester United. Nýjustu fréttir segja að hann ætli að bjóða 2 milljónir punda í Paul Scholes á næstu dögum.

Keane, sem er framkvæmdastjóri Sunderland er einnig sagður ætla að bjóða í Diego Forlan sem einnig spilaði með honum hjá Manchester United.

Scholes átti frábært tímabil og hjálpaði United að vinna deildina nú í vor. Scholes er 32 ára gamall en núna er United búið að festa kaup á þremur nýjum miðjumönnum þannig að samkeppnin á miðjunni verður hörð á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×