Fótbolti

England - Brasilía í kvöld á Wembley

Nordic-Photos/Getty Images

Í kvöld mun England taka á móti snillingunum frá Brasilíu í vináttuleik. Þessi leikur verður fyrsti leikur landsliðsins á nýjum Wembley síðan þjóðverjar sigruðu þá fyrir næstum 7 árum.

David Beckham og Michael Owen munu báðir snúa aftur í þessum leik í fyrsta sinn síðan á HM síðasta sumar. Owen hefur verið lengi frá vegna meiðsla en Beckham hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Steve McClaren síðan hann tók við liðinu. Beckham hefur staðið sig frábærlega með Real Madrid og McClaren ákvað að velja hann fyrir þennan leik og í leikinn gegn Eistlandi á miðvikudaginn.

McClaren bindur miklar vonir við Owen í þessum leikjum enda hefur liðið verið í miklum vandræðum upp við markið í síðustu leikjum.

"Ég ætla mér að eyðileggja tvo drauma David Beckham á næstu misserum, sigra hann á Wembley og hjálpa svo Barcelona að sigra La Liga," sagði snillingurinn Ronaldinho á blaðamannafundi í gær. "Ég ber samt mikla virðingu fyrir honum og hann hefur sannað það að hann sé frábær leikmaður"

Líklegt byrjunarlið Englands:

Paul Robinson, Nicky Shorey, Jamie Carragher, John Terry, Wes Brown, Ledley King, Joe Cole, Steven Gerrard, Frank Lampard, David Beckham og Michael Owen.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18:50.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×