Erlent

Danir styðja hvalveiðar undir eftirliti

MYND/Vilhelm

Dönsk stjórnvöld ætla að styðja hvalveiðar undir ströngu eftirliti vísidanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Per Stig Möller utanríkisráðherra segist njóta stuðnings umhverfisnefndar þingsins í þessu máli enda sé hér miðað við sjálfbærar veiðar sem ekki ógni hvalastofnunum.

Danir hafa legið undir ámæli ýmissa Evrópusambandsþjóða fyrir afstöðu sína til hvalveiða en hún skýrist af hagsmunum Grænlendinga sem hafa fengið að veiða hval á grundvelli frumbyggjaréttar líkt og Bandaríkjamenn hafa nýtt sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×