Fótbolti

Craig Bellamy næsti fyrirliði Wales

Nordic_Photos/Getty Images

Tilkynnt hefur verið að Craig Bellamy, leikmaður Liverpool, taki við af Ryan Giggs sem fyrirliði Wales. Ryan Giggs hefur tilkynnt að hann muni hætta að spila með landsliðinu eftir leikinn gegn Tékklandi næstkomandi laugardag.

Bellamy, sem hefur oft vakið athygli fyrir skrautlega hegðun, hefur tvisvar borið fyrirliðabandið áður fyrir Wales í fjarveru Giggs.

"Um leið og ég heyrði að Giggs væri að hætta ákvað ég að Bellamy myndi taka við fyrirliðabandinu," sagði John Toshack þjálfari Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×