Fótbolti

Sepp Blatter áfram forseti FIFA

MYND/Reuters

Hinn 71 árs gamli Sepp Blatter hefur verið endurkjörinn forseti Fifa og mun gegna því embætti næstu fjögur árin. Þetta verður þá þriðja tímabilið sem hann sinnir þessu starfi.

Blatter notaði tækifærið og kom því á framfæri að það væru engar áætlanir um að færa heimsmeistarmótið 2010 frá S-Afríku, það væru engin vandamál með þau efni.

Á fundinum var einnig tekið fram að nú væri Svartfjallaland orðið hluti að FIFA, og eru því 208 ríki með aðild að sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×