Fótbolti

Englendingar mæta Þjóðverjum í ágúst

NordicPhotos/GettyImages
Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að enska landsliðið mun leika vináttuleik við Þjóðverja á Wembley þann 22. ágúst í sumar. Þetta verður fyrsti leikur liðanna síðan England lagði Þjóðverja 5-1 í Munchen í frægum leik í september árið 2001. Þjóðverjar voru síðasta liðið til að spila við Englendinga á gamla Wembley árið 2000 þar sem Þýskaland hafði 1-0 sigur og sagði Kevin Keegan af sér sem landsliðsþjálfari í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×