Fótbolti

Alain Perrin tekur við Lyon

Alain Perrin sést hér fagna með stuðningmönnum Sochaux eftir að hafa unnið bikarinn í vor.
Alain Perrin sést hér fagna með stuðningmönnum Sochaux eftir að hafa unnið bikarinn í vor. MYND/AFP

Alain Perrin var í morgun skipaður framkvæmdastjóri franska knattspyrnuliðsins Olympique Lyon. Starfsmaður félagsins sagði fjölmiðlum frá þessu í morgun. Perrin gerði liðið Sochaux að frönskum bikarmeisturum á síðastliðnu keppnistímabili.

Hann tekur við af Gerard Houllier, sem hætti í síðustu viku eftir að hafa verið tvö ár við stjórnvölin hjá Olympique Lyon. Almennt er talið að Houllier eigi eftir að taka við Manchester City á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×