Erlent

Heimildamynd um dauða Díönu prinsessu veldur deilum

Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 ætlar ekki að hætta við sýningu á umdeildri heimildamynd um dauða Díönu prinsessu þrátt fyrir hávær mótmæli. Í myndinni eru sýndar ljósmyndir af vettvangi sem þykja óhugnanlegar.

Á einni myndanna er franskur læknir að gefa prinsessunni súrefni og á myndinni sést að Díana hafði kastast á gólf bifreiðarinnar við áreksturinn. Fleiri myndir verða birtar úr bílnum á slysstað en andlit prinsessunar verður ekki sýnt.

„Þessar myndir eru mikilvægur þáttur í málinu öllu og lýsa því sem vitnin að slysinu sáu á vettvangi," sagði talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar.

Myndin verður sjötta júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×