Erlent

Ofbeldi í Moskvu

Öfgafullur þjóðernissinni kýlir Peter Thatchell, þekktan baráttumann fyrir réttindum samkynhneigðra.
Öfgafullur þjóðernissinni kýlir Peter Thatchell, þekktan baráttumann fyrir réttindum samkynhneigðra. MYND/AFP

Rússneska lögreglan handtók í dag samkynhneigða mótmælendur sem kröfðust þess að fá að halda Gay Pride hátíð á götum Moskvuborgar. Mótmælendurnir sættu miklu harðræði frá öfgafullum þjóðernissinumm sem börðu fólkið og hreyttu í það ókvæðisorðum.

Lögreglan handtók baráttufólkið þegar það reyndi að koma bænaskjali í hendurnar á borgarstjóra Moskvu, Yuri Luzhkov. Luzhkov þessi hefur hins vegar í gegnum tíðina verið mjög andsnúinn samkynhneigðum og sagði nýlega að Gay Pride gangan væri djöfulleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×