Erlent

Sex létust í flugslysi í Perú

Sjö manns komust lífs og sex fórust af þegar perúsk herflugvél hrapaði í skóglendi Amason í norðausturhluta landsins. Flugvélin, sem var nítján sæta De Havilland Twin Otter, fór í loftið í gærkvöld en sambandið rofnaði skömmu síðar við hana. Voru þyrlur sendar að leita hennar og fannst flakið djúpt inni í skógum Amason.

Fyrstu fréttir hermdu að um farþegaflugvél væri að ræða með 20 manns um borð en það reyndist ekki rétt. Að minnsta kosti einn þeirra sem komust lífs af var fluttur á sjúkrahús með þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×