Erlent

Neitar að samþykkja stjórnarskrárbreytingu vegna forsetakosninga

Ahmet Necdet, forseti Tyrklands.
Ahmet Necdet, forseti Tyrklands. MYND/AP

Forseti Tyrklands, Ahmet Necdet, beitti í dag neitunarvaldi gegn stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt hafði verið á tyrkneska þinginu um að þjóðin skyldi kjósa forseta landssins í stað þingsins.

Það var stjórnarflokkurinn AK sem lagði breytinginguna til fyrr í mánuðinum eftir að stjórnlagadómstóll hafði komist að því að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Það var Abdullah Gul, dómsmálaráðherra og félagi í AK, sem sóttist eftir embættinu.

Bæði stjórnarandstæðingar og forseti landsins voru andsnúnir framboðinu og sögðu að með kjöri hans yrðu skilin milli stjórnmála og trúarbragða óskýrari í landinu en Gul og flokksfélagar hans eru mjög trúaðir.

Tyrkneska þingið hefur í kjölfar fréttanna í dag frestað forsetakosningum í landinu fram yfir þingkosningar sem varð þann 22. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×