Erlent

Eldur í sjónvarpsturninum í Moskvu

Eldur kom upp á svölum í Ostankino-sjónvarpsturninum í Moskvu í morgun án þess þó að nokkurn sakaði. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC kviknaði eldurinn eftir að neisti frá logsuðutæki komst í einangrun.

Vel að rýma turninn og slökkva eldinn. Turninn er ein hæsta bygging Evrópu, 540 metrar á hæð, og eitt af helstu kennileitum Moskvu. Eldur hefur áður komið upp í turninum því árið 2000 létust þrír í eldsvoða þar og þá voru engar sjónvarpssendingar í Moskvu í nokkra daga á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×