Erlent

Grænar grundir á Trafalgar torgi

Heldur undarlegt er um að litast á Trafalgar torgi í dag.
Heldur undarlegt er um að litast á Trafalgar torgi í dag. MYND/AFP

Þeir sem hafa heimsótt London vita að á Trafalgar torgi er lítið um gróður, hvað þá rennisléttar grasflatir sem myndu sæma sér vel á golfvelli. Þannig er þó umhorfs á torginu í dag þó að breytingin sé aðeins tímabundin.

Tiltækið er hluti af kynningarátaki sem ætlað er að hvetja fólk til að sækja heim græn svæði innan borgarmarkana. Gripið var til þess ráðs að þökuleggja um tvöþúsund fermetra af torginu og geta lundúnarbúar nú sprangað þar um og velt sér um í grasinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×