Erlent

Kókheimurinn opnaður í Atlanta

Þekktasta vörumerki heims verður í hávegum haft í Kókheiminum sem var opnaður með pompi og prakt í Atlanta í Bandaríkjunum á dag. Búist er við milljón gestum á ári.

Uppskriftin af þessum vinsæla gosdrykk verður það eina sem ferðamenn fá ekki að sjá ef þeir leggja leið sína í þennan sykurheim. Kókheimurinn er þó ekki alveg ný hugmynd því hann var upphaflega opnaður í smærri mynd 1990. Nú verður hann í senn safn og skemmtigarður. Hægt verður að skoða tólf hundruð sýningar- og safngripi, þar á meðal flutningabíl frá fjórða áratug síðustu aldar og gos-brunn í orðsins fyllstu merkingu frá níunda áratug þarsíðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×