Erlent

Maður með exi handtekinn í námunda við drottningu

MYND/AFP

Breska lögreglan handtók í dag mann rétt áður en Elísabet englandsdrottning hélt í göngutúr á meðal þegna sinna í borginni Huddersfield. Lögreglan réðst að manninum ásamt lífvörðum drottningar og handjárnaði hann eftir nokkur átök.

Vitni að atburðinum sáu að maðurinn var með plastpoka sem innihélt stærðarinnar exi. Lögreglan hefur staðfest að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hafi verið handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×