Erlent

Kúrdar sverja af sér sjálfsmorðsárásina í Ankara

Aðskilnaðarsamtök Kúrda í Tyrklandi, PKK, sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem segir að samtökin hafi hvergi komið nærri sprengingunni í Ankara á þriðjudaginn var.

„Við tengjumst árásinni ekki á nokkurn hátt," segir í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu sem talin er tengjast samtökunum. Samtökin, sem eru bönnuð í Tyrklandi hafa barist fyrir sjálfstæðu Kúrdistan í tæp þrjátíu ár og ríkisstjórnin í Ankara segir að þau séu ábyrg fyrir dauða að minnsta kosti 30 þúsunda manna í gegnum árin. Sjálfsmorðsárásir eins og sú sem framkvæmd var á þriðjudag hafa meðal annars verið notaðar af samtökunum.

Yfirvöld í Ankara sögðu fyrr í dag að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða og að hún bæri öll merki þess að hafa verið skipulögð af PKK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×