Erlent

Lögreglan engu nær um orsök þess að Cutty Sark brann

MYND/AFP

Breska lögreglan, Scotland Yard, er enn engu nær um hvað olli því að hið sögufræga skip Cutty Sark skemmdist mikið í eldi á dögunum.

 

Talsmaður lögreglunnar segir að rannsóknir á vettvangi hafi engu skilað en að enn sé unnið að rannsókn málsins. „Eins og staðan er í dag höfum við engar vísbendingar í málinu," hefur fréttastofa Sky eftir talsmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×