Erlent

Íbúar Napólí í rusli

Móðir gengur með barn sitt framhjá ruslafjalli í Napólí.
Móðir gengur með barn sitt framhjá ruslafjalli í Napólí. MYND/AFP

Ítalska borgin Napólí er að fyllast af sorpi. Heilu fjöllin af rusli hafa myndast á götum borgarinnar og fara þau hækkandi með degi hverjum. Ástæðan fyrir þessu er ekki verkfall á meðal sorphirðumanna, heldur sú einfalda staðreynd að ruslahaugar borgarinnar eru fullir og enginn lausn virðist vera í sjónmáli því ekkert pláss er innan borgarmarkana fyrir nýja hauga.

Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, sem sjálfur er frá Napólí eins og nafnið gefur til kynna hefur blandað sér í málið og lofar lausnum. Snemmbúin hitabylgja gerir málið síðan enn snúnara því hitinn í borginni hefur verið allt að 30 gráðum. Námsmaður sem fréttastofa Reuters talaði við sagði að óþefurinn væri ólýsanlegur og hafa íbúar borgarinnar gripið til þess ráðs að kveikja í ruslinu og í gærkvöldi var tilkynnt um 130 logandi ruslahauga víðsvegar um borgina. Yfirvöld hafa þó varað sterklega við því að brenna ruslið vegna þeirra hættulegu efna sem kunna að sleppa út í andrúmsloftið.

Þá eru menn uggandi um ferðamannaiðnaðinn í borginni, því hverjum langar að dvelja á hóteli eða borða á veitingastað þar sem útsýnið út um gluggana eru himinháir ruslahaugar oglyktin eftir því?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×