Erlent

Héldu að danskur veiðimaður ætlaði að ráða Clinton af dögum

MYND/Reuters

Danskur veiðimaður vissi ekki hvaða á sig stóð veðrið í gær skömmu eftir að hann hafði ekið á dádýr á vegi nærri Árósum. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hafði maðurinn tekið út riffil sinn og aflífað dýrið eins og lög gera ráð fyrir en skömmu seinna var fjöldi lögreglumanna kominn á vettvang.

Ástæðan fyrir því var sú að áhyggjufullur borgari hafði tilkynnt um byssumann á veginum en á sama tíma var Bill Clinton á leið til Árósa í bíl eftir sama vegi. Þar hélt Clinton fyrirlestur í gærkvöld ásamt Kofi Annan. Óttuðust lífverðir Clintons og lögreglan að maðurinn hygðist reyna að ráða Clinton af dögum og var viðbúnaður því aukinn og lögregla send á vettvang.

Maðurinn áttaði sig ekki á hvað var á ferðinni en hringdi þó í lögregluna og þar með skýrðist málið. Haft er eftir yfirlögreglustjóra á Austur-Jótlandi að óvissan hafi aðeins varað í nokkrar mínútur en að hárin á hnakkanum á varðstjórandum á vakt í gær hafi enn ekki jafnað sig en þau risu snögglega við tíðindin í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×