Erlent

Geðveikislegir dýragarðar í Kína

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Tígrisdýrin hakka í sig kálf fyrir framan fjölda áhorfenda.
Tígrisdýrin hakka í sig kálf fyrir framan fjölda áhorfenda. MYND/Enex

Mörgum dýragörðum í Kína er lýst sem geðveikislegum og hin mesta hneisa fyrir Kínverja af dýraverndunarsinnum í landinu. Í sumum þeirra sé heimilisdýrum kastað fyrir ljón og tígrisdýr, einungis til að skemmta gestum. Á tíu árum hafi engar framfarir orðið á meðferðum dýra.

Sky sjónvarpsstöðin sýnir á vef sínum myndband sem sýnir ferð í rútum með dýragarðsgesti í Harbin Wildlife Park í Norður-Kína. Garðurinn er stærsti ræktunarstaður síberíutígra. Úr rútunum er gestunum boðið að kaupa lifandi heimilisdýr sem kastað er fyrir rándýrin.

Rúturnar eru einnig útbúnar sérstökum lúgum sem gestir geta notað til að henda hænum sem þeir kaupa um borð til dýranna.

Stjórn dýragarðsins segir að verið sé að þjálfa tígrisdýrin áður en þeim er sleppt út í frumsóga og segia gjaldið notað til reksturs garðsins.

John Wederburn doktor og einn forsprakki herferðar gegn slæmri meðferð á dýrum segir aðferðirnar miðaldarlegar. Heimssamtök fyrir verndun dýra hafa einnig fordæmt þær. Dave Eastham talsmaður herferðarinnar segir aðferðina engan veginn ásættanlega í þeim tilgangi að skemmta fólki.

Þá gagnrýna dýraverndunarsinnar dýragarða sem þjálfa birni með logandi kyndlum og láta þá keyra mótorhjól. Sem dæmi er þriggja ára björn í einni sýningunni klæddur í kjól og látinn draga bíl tvisvar á dag fyrir framan sumarleyfisgesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×