Erlent

Danskur ráðherra vill nota GPS tækni til þess að fylgjast með öldruðum

GPS tæknin gæti nýst til að fylgjast með eldri borgurum sem þjást af elliglöpum.
GPS tæknin gæti nýst til að fylgjast með eldri borgurum sem þjást af elliglöpum. MYND/Teamevent

Danski félagsmálaráðherrann Eva Kjer Hansen hefur lagt fram tillögur þess efnis að eldri borgarar í Danmörku sem þjást af heilabilun eða elliglöpum verði útbúnir búnaði sem gerir umsjónarmönnum kleift að finna þá með GPS tækjum ef þeir týnast.

Frá þessu greinir danska ríkistútvarpið og hefur eftir ráðherranum að slíkur búnaður myndi stórauka öryggi fólksins og auðvelda ummönnun þess. Ráðgjafi í málefnum fólks sem þjáist af elliglöpum tekur einnig vel í hugmyndina og segir að slíkur búnaður myndi auka frelsi fólksins og sem gæti farið í gönguferðir án þess að þurfa að vera undir stöðugu eftirliti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×