Erlent

17 hvalhræ fyrir framan Brandenborgarhliðið

Félagar úr Grænfriðungum lögðu 17 smáhvelis- og höfrungahræ fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín  morgun. Þeir vilja hvetja ríki til að standast aukna pressu á að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni.

Sum dýrin drápust eftir að hafa fest sig í fiskinetum en önnur höfðu lent í árekstri við báta eða skrúfur. Hræin 17, sem voru lögð á ís í glampandi sólskininu í morgun, eiga að tákna þá hvali og höfrunga sem drepast á hverjum hálftíma af mannavöldum, að sögn Grænfriðunga.

„Við þurfum hvalveiðiráð sem hefur ekki bara áhyggjur af beinum veiðum heldur öllum vandamálum. Á hverju ári drepast um 300 þúsund hvaldýr í höfum heimsins," sagði Thomas Henningsen sjáfarlíffræðingur.

Alþjóðahvalveiðiráðið mun funda í næstu viku í Alaska og vænst er þess að Japanir reyni að fá hvalveiðibanninu aflétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×