Fótbolti

Romario skoraði 1000. markið

Romario var í tárum þegar fjölskylda hans hyllti hann eftir leikinn í gær.
Romario var í tárum þegar fjölskylda hans hyllti hann eftir leikinn í gær. MYND/AFP

Brasilíski framherjinn Romario náði loksins að skora sitt 1000. mark á ferlinum í gær þegar lið hans Vasco de Gama bar sigurorð af Recife í brasilísku úrvalsdeildinni í gær. Hinn 41 árs gamli Romario setti stefnuna á að skora 1000 mörk fyrir nokkrum árum og hefur nú loksins náð sínu æðsta markmiði.

Romario skoraði markið á 48. mínútu og kom það úr vítaspyrnu. Eftir markið var leiknum seinkað, en fjölmiðlar, aðdáendur og fjölskylda Romario hlupu inn á völlinn og hylltu sinn mann.

“Ég vill tileinka þetta mark öllu því fólki sem hefur hjálpað mér á ferli mínum og voruð alltaf til staðar til að styðja við bakið á mér. Foreldrar mínir, börnin mín, fjölskyldan mín, án ykkar væri ég ekkert. Ég vill þakka guði fyrir að gefa mér fótboltahæfileikann,” sagði Romario.

“Ég hef verið á eftir þessum áfanga í langan tíma og um tíma hélt ég að ég myndi aldrei ná honum. Þetta er án efa mín stærsta stund á ferlinum,” sagði Romario, sem þó hefur unnið Heimsmeistaratitla á ferli sínum.

Margir sparkspekingar vilja meina að áfanginn sé afar vafasamur, enda er talningin á mörkunum nánast eingöngu frá Romario komin. Leikmaðurinn rekur 71 marka sinna til óopinberra leikja, unglingaleikja og æfingaleikja. Samkvæmt talningu FIFA hefur Romario aðeins skorað 929 mörk í opinberum leikjum.

Þrír aðrir leikmenn hafa skorað yfir 1000 mörk í sögunni. Pele hefur skorað mest allra, 1281 mark í 1363 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×