Íslenski boltinn

Víkingur vann í Laugardalnum

Víkingur vann frækinn 2-0 útisigur á Fram í Landsbankadeildinni í kvöld en KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn Blikum í Frostaskjólinu. Í Keflavík eigast við heimamenn og Íslandsmeistarar FH og er staðan enn markalaus þegar nokkuð er liðið á síðari hálfleik.

Egill Atlason og Sinisa Kekic skoruðu í síðari hálfleik fyrir Víkinga gegn Fram og tryggðu liðinu góðan útisigur. Liðið er komið með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðir Landsbankadeildarinnar en Framarar með eitt stig.

Magnús Páll Gunnarsson skoraði fyrir Blika um miðjan síðari hálfleik gegn KR-ingum í Frostaskjólinu og tryggði liðinu annað stigið í leiknum. Sigmundur Kristjánsson hafði komið heimamönnum yfir strax á 7. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×