Íslenski boltinn

KR yfir í hálfleik gegn Breiðablik

Eitt mark hefur verið skorað í fyrri hálfleik í þeim leikjum Landsbankadeildar karla sem fram fara í kvöld. Sigmundur Kristjánsson gerði það fyrir KR gegn Breiðablik en markið skoraði hann strax á 7. mínútu. Markalaust er á Laugardalsvelli þar sem Framarar og Víkingar eigast við.

Gestirnir úr Víkingi áttu besta færi fyrri hálfleiks þegar þeir brenndu af vítaspyrnu undir lokin.

Nú kl. 20 hófst leikur Keflavíkur og FH, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×