Fótbolti

Theódór Elmar spilaði allan leikinn

Theódór Elmar Bjarnason, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, spilaði allan leikinn fyrir lið sitt Celtic í skosku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Hibernain í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem Theódór Elmar kemur við sögu hjá aðalliði Celtic í úrvalsdeildinni.

Marga lykilmenn vantaði í lið Celtic í dag en liðið er þegar orðið meistari í skosku deildinni og framundan er úrslitaleikur bikarkeppninnar þar í landi. Ungir og efnilegir leikmenn fengu því tækifærið í dag og þótti Theódór Elmar nýta það vel. Hann lék á miðjunni í leiknum og átti meðal annars skot í slá í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×