Fótbolti

Grétar lék allan leikinn í sigri AZ

Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar í Hollandi hafa 2-1 forystu eftir fyrri viðureign sína við Ajax um laust sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Grétar lék allan leikinn fyrir AZ í dag en framherjinn Shota Arveladze skoraði sigurmarkið á 90. mínútu.

Síðari leikur liðanna fer fram í Amsterdam að viku liðinni og mun skera úr um hvort liðið spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×