Erlent

Loftárásir á Gaza

Ísraelsher gerði loftárásir á Gazasvæðið í nótt. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hótaði hertari aðgerðum á svæðinu láti Hamsasliðar ekki af eldflaugaárásum sínum.

Þrír Hamsaliðar létust í loftárásunum í nótt en þetta er sjötti dagurinn í röð sem Ísraelsher gerir árásir herskáa hópa á svæðinu. Ísraels stjórnvöld reyna með aðgerðum sínum að auka þrýsting á stjórnvöld í Palestínu að stöðva eldflaugaárásir herskárra hópa á Ísrael.

Ehud Olmert, forsætisrsráðherra Ísraels, var harðorður í morgun þegar hann hótaði auknum aðgerðum gegn Hamasliðum létu þeir ekki af árásum sínum.

Olmert sagði hundrað og tuttugu eldflaugum hafa verið skotið á Ísraela á síðan á miðvikudaginn. Aðeins er um sólarhringur síðan að Hamasliðar og Fahtahreyfingin samþykktu vopnahlé sín á milli en þjóðstjórn Fatah og Hamas var mynduðu fyrir tveim mánuðum. Samstarfið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Innanríkisráðherra landsins sagði af sér embætti í síðustu viku eftir átök á Gaza-ströndinni þar sem sjö manns létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×