Erlent

Fullvissaði Íraka um stuðning

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði í morgun Íraka um að stuðningur Breta við írösk stjórnvöld verði áfram til staðar þó nýr maður taki forsætisráðherrastólnum í júní.

Á sama tíma og Blair kom til Bagdad í morgun bárust fréttir af sprengingum á græna svæðinu svokallaða í borginni þar sem öryggisgæsla er mikil. Blair hitti Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, og Jalal Talabani, forseta landsins, á fundi í morgun þar sem þeir ræddu ástandið í Írak. Að þeim fundi loknum spjölluðu þeir við blaðamenn.

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, harmaði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag stuðning Breta við Íraksstríðið. Hann gagnrýndi Blair fyrir að hafa látið George Bush, bandaríkjaforseta, teyma sig í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×