Erlent

Blair sér ekki eftir neinu

Tony Blair, forsætisráðherra Bretands, sér ekki eftir neinum ákvörðunum sem lúta að Íraksstríðinu. Blair kom í morgun í sína síðustu heimsókn til Íraks sem forsætisráðherra. Sprengju var varpað á breska sendiráðið í Bagdad í morgun, skömmu fyrir komu Blair.

Blair kom í óvænta heimsókn til Bagdad í morgun í nokkurskonar kveðjuheimsókn. Blair lætur af embætti forsætisráðherra Bretlands í lok júní. Blair hitti Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, og Jalal Talabani, forseta landsins, á fundi í morgun þar sem þeir ræddu ástandið í Írak.

Að fundinum loknum ræddi Blair við blaðamenn og þar sagðist hann ekki sjá eftir neinum ákvörðunum sem hann hefði tekið vegna Íraksstríðsins. Hann sagði mikilvægt að Írakar tækju sjálfir ákvarðanir um framtíð sína og gerðu það í sátt við nágrannaríki sín.

Sprengju var varpað á breska sendiráðið í Bagdad í morgun, skömmu fyrir komu Blair, sem er til merkis um þann óróa sem enn ríkir í landinu.

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, harmaði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag stuðning Breta við Íraksstríðið. Hann gagnrýndi jafnframt Blair fyrir að hafa verið George Bush, bandaríkjaforseta, undirgefinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×