Erlent

Kouchner rekinn úr Sósíalistaflokknum

Bernard Kouchner, nýr utanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Kouchner, nýr utanríkisráðherra Frakklands. MYND/AP

Bernard Kouchner hefur verið rekinn úr Sósíalistaflokknum eftir að hann settist í nýja ríkisstjórn hægrimannins Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í morgun.

Kouchner er 67 ára og einn af stofnendum samtakanna Læknar án landamæra en hann hefur áður setið í ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi. AFP-fréttastofan hefur eftir Francois Hollandd, leiðtoga Sósíalistaflokksins, að hann líti svo á að Kouchner sé ekki lengur í flokknum þar sem hann hafi ákveðið að þiggja boð Sarkozys um utanríkisráðherrastólinn.

Kouchner þykir á sömu línu og Sarkozy í utanríkismálum og var í hópi fárra franskra stjórnmálamanna sem studdu innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×