Fótbolti

Aulas tekur við af Dein hjá G-14

David Dein lét af störfum hjá Arsenal á dögunum
David Dein lét af störfum hjá Arsenal á dögunum AFP

Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður franska knattspyrnufélagsins Lyon, var í gær ráðinn forseti G-14 í stað David Dein sem lét af störfum hjá Arsenal á dögunum. G-14 eru hagsmunasamtök 18 stærstu knattspyrnufélaga Evrópu og á fundi samtakanna í Glasgow í gær var ákveðið að Aulas tæki við forsetaembættinu. Lyon var tekið inn í G-14 árið 2002 líkt og Arsenal þegar fjórum félögum við hin upprunalegu 14 var hleypt inn í samtökin.

Aulas hefur unnið frábært starf með Lyon í Frakklandi, en liðið hefur nú unnið franska meistaratitilinn sex ár í röð eftir að hafa aldrei unnið titilinn áður í sögunni. Aulas tók við stjórnarformennsku hjá Lyon árið 1987 og er harður viðskiptamaður í tölvubransanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×