Erlent

Danskur hermaður særðist í Afganistan

Danskur hermaður særðist þegar hann og félagar hans óku yfir jarðsprengju á eftirlitsferð í Helmand-héraði í Afganistan í dag. Alls voru þrír í faratækinu sem ók yfir sprengjuna og voru þeir allir fluttir með þyrlu í á sjúkrahús í nálægri herstöð. Tveir þeirra sluppu ómeiddir en voru í áfalli eftir atvikið.

Hermennirnir voru hluti af herliði sem vinnur að því að koma á öryggi í Sangin-dal í Helmand en þar hafa uppreisnarmenn talibana látið að sér kveða. Aðeins er sólarhringur síðan danskur hermaður lést og fimm særðust í árás nærri Basra í Írak í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×