Erlent

Sakfelldur fyrir að smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun mann fyrir morð og fyrir að smygla þrettán tonnum af hassi til landsins, en það er mesta magn efnisins sem smyglað hefur verið til Danmörku.

Eftir því sem segir í frétt á vef Politiken fannst efnið aldrei en því var landað á Norður-Sjálandi sumarið 2003 og selt áfram. Maðurinn sem var sakfelldur var félagi í smyglhring og var hann einnig fundinn sekur um að hafa myrt félaga sinn til þess að ná stöðu hans innan hringsins. Sá fannst grafinn á álabúgarði á Norður-Sjálandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×