Fótbolti

Sam Allardyce líklega næsti stjóri Newcastle

Sam Allardyce er eftirsóttur þjálfari
Sam Allardyce er eftirsóttur þjálfari NordicPhotos/GettyImages

Margt bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. Umræður eru yfirstandandi milli Allardyce og stjórnar Newcastle.  Boðað hefur verið til blaðamannafundar á morgun þar sem skýrt verður frá stöðu mála.

Glenn Roeder var rekinn sem þjálfari Newcasle 6 maí eftir óviðunnandi gengi liðsins í vetur. Newcasle endaði í 13da sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Allardyce sagði upp sem þjálfari Bolton 29 apríl og hefur Newcastle rennt hýru auga til hans síðan þá. Þrátt fyrir að hann hafi afþakkað boð Newcastle fyrir þremur árum er stjórn og stuðningsmenn félagsins vongóðir um að samningar náist að þessu sinni.

Allardyce hefur einnig verið orðaður við Manchester City en Stuart Pearce var rekinn þaðan í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×