Fótbolti

Paul Jewell hættur hjá Wigan

Paul Jewell
Paul Jewell NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell hefur sagt upp sem knattspyrnustjóri Wigan, þrátt fyrir að hafa um helgina bjargað liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Paul Jewell hefur náð góðum árangri á þeim fimm árum sem hann hefur stýrt liðinu og komið því í röð þeirra bestu á skömmum tíma - en Wigan er einungis 29 ár gamalt félag.

Þá var rétt í þessu var tilkynnt að Stuart Pearce hefði verið rekinn frá Mancheter city. Það hefur legið í loftinu um tíma og ekki þykir ólíklegt að Jewell taki við stöðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×