Fótbolti

Barcelona og Real Madrid jöfn að stigum

Ronaldinho skoraði mark Barcelona úr vítaspyrnu
Ronaldinho skoraði mark Barcelona úr vítaspyrnu NordicPhotos/GettyImages

Barcelona missti unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunni gegn Real Betis í gærkvöldi og deilir efsta sætinu með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Real Madrid hafði náð toppnum á laugardagskvöldið og því var sigur mikilvægari er nokkurn tímann fyrir Barcelonamenn sem mættu gríðarlega ákveðnir til leiks.

Deco fiskaði vítaspyrnu sem Ronaldinho skoraði úr og staðan því 1-0 eftir aðeins 5 mínútna leik. Samuel Eto'o var nálægt því að auka forystuna í 2-0 eftir um hálftíma leik en ævintýraleg markvarsla Pedro Contreras hjá Real Betis kom í veg fyrir það. Þrátt fyrir mikla yfirburði Barcelona tókst liðinu ekki að skora annað mark og sú misnýting á færum átti eftir að reynast liðinu dýrkeypt.

Þegar innan við tvær mínútur voru til leiksloka sló þögn á áhorfendur á Camp Nou. Real Betis fékk aukaspyrnu sem var tekin svo snögglega að spænsku sjónvarpsmennirnir misstu af henni. Brasilíumaðurinn Rafael Sobis fékk boltann og hann skoraði jöfnunarmark Betis og lokatölur urðu 1-1.

Þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni er Barcelóna í 2. sæti deildarinnar með 66 stig, jafnmörg stig og Real Madrid sem stendur betur að vígi vegna sigra í innbyrðisviðureignum liðanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×